Hrekkjarvöku spurningaleikur
Spurningaleikur fyrir skólastofuna (að sjálfsögðu 13 spurningar)
Hvað manstu úr hrekkjavöku bíómyndum eins og Gremlins, Casper draugurinn, ofl?
Góða og hryllilega skemmtun!
Spurningaleikur fyrir skólastofuna (að sjálfsögðu 13 spurningar)
Hvað manstu úr hrekkjavöku bíómyndum eins og Gremlins, Casper draugurinn, ofl?
Góða og hryllilega skemmtun!
Höfum bætt verulega við undirleiks skrár okkar með íslenskum textum. Varpið upp á skjá - tengið í hátalara og syngjum saman!
Skoðið listann hér yfir lögin með undirleik, laglínu, nótum og textum. Hér er að finna safn úr íslenskum sönglagaarfi sem hvergi er að finna annars staðar!
Hentar vel fyrir yngri nemendur - spurt um jólasveina, almennt um jólin og jólalög
Hlutverk kennara er eilítið öðruvísi í þessum leikjum en því er ítarlega lýst í hjálparskránni hér!
Þessi leikur gengur fyrir allar tölvur og spjaldtölvur
Spurningaleikur um jólin
Leikur fyrir eldri nemendur og fullorðna. Jólasiðir, saga jólanna og fleira
Margir okkar eldri spurningaleikja voru í svokölluðu Flash formi. Flash verður ekki notað eftir áramótin 2020-2021 og því höfum við unnið hörðum höndum að því að koma nýju formi á spurningakeppnirnar.
Hlutverk kennara er eilítið öðruvísi í þessum leikjum en því er ítarlega lýst í hjálparskránni hér!
Þessi leikur gengur fyrir allar tölvur og spjaldtölvur
Taktu til við að telja!
Sprellfjörugur leikur fyrir skólastofuna eða bara heima. Teldu með trommutaktinum, fylgdu leiðbeiningunum á myndskeiðinu. Hversu taktviss ertu!? Prófaðu...
Leiðbeiningar til kennara:
Varpið myndskeiðinu upp á skjávarpa eða stóran skjá.Stækkið myndina (neðst til hægri á myndskeiðinu) út í skjáinn.
ATHUGIÐ í flestum vöfrum er hægt að hægja og hraða á myndskeiðinu (tannhjólið lengst til hægri - neðst) Byrja hægt og hraða smám saman
Fáið nemendur til að standa upp og hreyfa sig, smá dill og dans er fyllilega í lagi! Þetta eru hrynæfingar í fjórum fjórðu. Fylgið myndbandinu og leiðbeiningunum. Þegar nemendur hafa náð færni má skipta út orðum fyrir hreyfingar eins og hopp, snúning eða annað sem hugarflugið kanna að koma upp með. Nemendur munu í leiðinni fá skilning og tilfinningu fyrir hvernig talið er í taktinn fjóra fjórðu.
Hentar öllum, byrjendum sem lengra komnir
Hér eru nokkrar leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast nota vefinn fyrir nemendur sína.
Margir kennarar nota nú Tónmenntavefinn til að varpa út efni til heimasitjandi nemenda, eða senda sjálfir úr sóttkví.
Mjög vinsælt er að opna spurningakeppnirnar og birta skjáinn (Share screen) fyrir nemendur (á öllum aldri)
Til þess að geta deilt hljóðinu sem kemur úr tölvunni ykkar þurfið þið að notast við Zoom fjarfundarbúnaðinn (aðgangur ókeypis) og þegar þið deilið skjánum til nemenda að haka við play computer audio.
Þá getið þið nýtt allar spurningakeppnirnar og krakkarnir taka þátt. Spilið spurningakeppnirnar í Chrome (hlaða niður) eða Firefox. Veljið að haka við leyfa flash
Öllu öðru efni er hægt að streyma beint af ykkar skjá með hljóði, myndum og myndskeiðum beint yfir til nemenda ykkar með Zoom fjarfundarbúnaðinum.
Sendið okkur línu hér (ásamt skóla sem þíð kennið við)
Góða skemmtun og gangi okkur öllum vel!
Stefán S. Stefánsson
forstöðumaður www.tonmennt.com