Innskráning

Notendanafn
Lykilorð
Spurningakeppnir - Smelltu hér
Spilaðu spennandi spurningakeppnir um ýmis efnisatriði tónlistar. Í skólastofunni eða bara heima með pabba og mömmu!
Syngdu með-Smelltu hér!
Undirleikur að fjölda laga með sérstaka áherslu á íslenska sönglagaarfinn. Nótur og textar
Tónskáld - Smelltu hér
Öll helstu tónskáld sögunnar. Texti, tóndæmi, nótur og myndbönd.
Tónfræði-Smelltu hér
Lærðu um tónfræði á gagnvirkum kennslusíðum
Tónlistarsaga - Smelltu hér!
Lestu, hlustaðu og lærðu um helstu tímabil tónlisarsögunnar
Hljóðfærin-Smelltu hér
Lærðu um hljóðfærin Margmiðlunarsíður um hljóðfærin og tóndæmi
Heimur hljóðsins-Smelltu hér
Lokaðu augunum og veittu athygli hljóðunum. Köttur að mjálma, þota að taka á loft, heimur hljóðsins

Fréttir

Nýjasta nýtt á Tónmenntavefnum!

Jólin! Nemendaleikur

Ýmsir fróðleiksmolar um jólin, jólasveinana og annað sem tengist þeim.  Forðaðu þér undan óværunum í skjól. Skjólið er einmitt rétta svarið! Hentar vel yngri nemendum og öllum sem eru jólabörn innst inni. 

 

Jólin eru að koma

Jólin eru á næsta leiti! 

Í tilefni hátíðar ljóss og friðar höfum við safnað saman jóla og áramótalögum á einn stað til að auðveldara sé að nálgast þau. jolamynd

Búið er að flokka sönglögin eftir efnivið og viðburðum. Farið inn á sönglögin og sjáið með ykkar eigin augum. 

Syngjum inn jólin!

 Skoðið einnig spurningakeppnir sem tengjast jólunum hér í spurningakeppnunum. Þar er meðal annars að finna: 

JFjölbreyttar keppnir um hitt og þetta sem tengist jólunum

sem og tónlist úr sögu tónlistarinnar sem tengist jólunum. Sjá tónskáldin hér 

(Tsjaíkosvsky, Prokofiev ofl.) 

10 Ný sönglög!

Áfram bætist í sönglagaflokkinn hjá okkur á Tónmenntavefnum

 

Hafið bláa hafið (Magnús Stefánsson / Friðrik Bjarnason)    krakkar syngja saman

Vér göngum svo léttir í lundu (Freysteinn Gunnarsson / Felix Körling)

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur (Jónas Hallgrimsson / C. E. F. Weyse)

Sæmd er hverri þjóð (Suðurnesjamenn) (Ólína Andrésardóttir / Sigvaldi Kaldalóns)

Hver á sér fegra föðurland? (Hulda / Emil Thoroddsen

Land míns föður, landið mitt (Jóhannes úr Kötlum / Þórarinn Guðmundsson)

Þú gamla, þú frjálsa (Þýð. Þórður Kristleifsson / Sænskt þjóðlag)

Litla kvæðið um litlu hjónin (Davíð Stefánsson / Páll Ísólfsson)

En það sólskin (Aðalsteinn Sigmundsson / Suðurjózkt þjóðlag)

Sumri hallar (Hallgrímur Helgason / Þjóðvísa)

Ísland ögrum skorið ( Eggert Ólafsson / Sigvaldi Kaldalóns)

 

Sönglögin flokkuð!

Sönglög með undirleik, laglínu og texta,  eru nú orðinn stór þáttur Tónmenntavefsins. Nú er hægt að finna lag eftir þema. Sem dæmi: Lög um sumarið, Þorrann, áramótin, jólin, þjóðlög og margt annað. Kíkið inn á Syngdu með krakkar syngjahluta tónmenntavefsins, en þar er nú að finna um 150 lög með undirleik, nótum og texta úr íslenskri sönglagahefð. Tilvalið til að læra lög úr fjársjóði íslenskra sönglaga. 

 Sjá sönglögin hér

 

 

 

Vefurinn verður fyrir árás tölvuþrjóta

Tónmenntavefurinn varð fyrir árás tölvuþrjóta nú fyrir nokkrum dögum. Almennt er talið að allar vefsíður verði fyrir um 300 árásum á dag. Ein þeirra komst í gegn um öryggiskerfið og olli það því að vefurinn tolvu thrjoturhefur nú verið óvirkur í nokkra daga. 

Öryggismálum hefur nú verið komið í öflugara form og vonum við að þetta eigi ekki eftir að endurtaka sig.

Þökkum biðlund og þolinmæði þeirra sem hugðust nota vefinn í kennslu og biðjumst við velvirðingar á þessum óþægindum. 

Stefán Stefánsson - forstöðumaður Tónmentavefsins

Gleðilegt nýtt ár!

Fylgist með á nýju ári.  Alltaf eitthvað nýtt að bætast við.      

Gleðilegt nýtt ár!