NÝTT!
MILLJÓNAMÆRINGURINN
Ný tegund spurningakeppni á Tónmenntavefnum
Eitt til tvö lið.
Spurðu salinn - Hringdu í vin - Dragðu frá tvö röng svör...hljómar kunnuglega?
Spennandi og fræðandi í senn, tilvalið fyrir skólastofuna.
Til kennara:
Þessi fyrsta keppni úr MILLJÓNAAMÆRINGNUM eru almenn tónlistaratriði: Þekktu tónskáldið af hljóðdæmi, þekktu gítarleikara, þekktu tónlistarorð sem notuð eru í tónlist og ýmislegt fleira. Spurningarnar fara stigvaxandi í erfiðleika og ólíklegt er að yngri nemendur nái síðustu spurningunum. Notið tónmenntavefinn sem ítrun fyrir þau atriði sem spurt er um í keppninni, en þar er að finna hafsjó af fróðleik um tónskáld, tónlistartegundir, tónfræði og margt fleira.
Tilvalið til notkunar í kennslu í tónmennt eða tónfræði.