Sífellt fleiri skólar taka nú spjaldtölvur í notkun sem hluta af skólastarfinu. Þessi þarfaþing eru háð eilítið öðrum lögmálum en tölvur þegar að því kemur að birta vefsíður. Tónmenntavefurinn er spjaldtölvuvænn en til þess að nýta alla möguleika vefsins þarf að framkvæma einfaldar aðgerðir á spjaldtölvunum, sérstaklega Ipad.
Flash player í Ipad: Það þarf að fara í apple store í Ipadinum og hlaða niður Puffin web-browser sem er ókeypis en hann styður flash player. Þessi aðgerð veldur því að öll mynbönd, margmiðlun og spurningakeppnir spila eins og þær eiga að gera.
Sibelius Scorch: Þegar opnaðar eru nótnaskrár (sem hægt er að breyta hraða og tónhæð í afspilun) kemur hlekkur á App verslun þar sem app fyrir þessa tækni frá Sibelius fyrirtækinu er að finna og kostar það rétt um 2 dollara. ( ca. 260 kr.) Þetta þarf aðeins að gera einu sinni.