Unnið hörðum höndum af því að koma öllu Flash efni yfir á Html5
Ágætu notendur Tónmenntavefsins!
Unnið hefur verið að því hörðum höndum að yfirfæra allt efni af Flash (Adobe) yfir á Html5. Eins og kunnugt er þá hættu vafrar að leyfa Macromedia Flash og hafði það áhrif á milljónir vefsíðna sem notuðust við þessa margmiðlunartækni.
Nú er all flest efni Tónmenntavefsins komið yfir á HTML5 og það þýðir að hægt er að spila allar keppnir og leiki á hvaða tæki sem er, síma, spjaldtölvu og borðtölvu. 
Einhverjar örfáar skrár kunna að leynast inni á vefnum, sem er orðinn gríðarlega stór. Biðjum við notendur allra náðarsamlegast að láta okkur vita af þessum skrám og við förum í að laga þær hið snarasta.
með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson
forstöðumaður Tónmenntavefsins