Velkomin á Tónmenntavefinn
Tónlistin í teiknimyndum
NÝTT!
Skemmtileguri spurningaleikur fyrir skólastofuna eða heima með pabba og mömmu! Þú heyrir tónlist úr teiknimynd og átt að geta upp á því úr hvaða mynd tónlistin er. Einnig kærkomið tækifæri til að reyna okkur fullorðnu á því hvað við munum úr þrjú-bíó ferðunum. Disney, Tommi og Jenni, Steinaldarmennirnir, Dóra landkönnuður og allir hinir!
Viðeigandi aldur í skólastofu: 1. til 7. bekkur (... sem og þeir sem eru ungir á hvaða aldri sem er!)
Þekkir þú tónverkið?
NÝTT!
TÓNSKÁLD OG TÍMABIL
Spennandi spurningaleikur fyrir skólastofuna eða heima með vinum og fjölskyldu! Þú heyrir stef úr þekktu tónverki, jazz, barokk, klassík eða rómantík.
Hvert er tónskáldið, frá hvaða tónlistartímabili er verkið? Frekari upplýsingar um þessi tónskáld og verk þeirra (með hljóðdæmum og nótum) er að finna í tónskáldaþætti Tónmenntavefsins.
Sperrum nú eyrun og ræsum heilasellurnar!
Eurovision 2014
Ný og spennandi spurningakeppni um Eurovision söngvakeppnina 2014!
Hvað veistu um lögin, löndin, þáttakendurna, forkeppnina hér heima ofl. Hljóðdæmi og myndir. Spilaðu leikinn í skólastofunni eða með vinum og fjölskyldu.
Hver er konan með skeggið eiginlega!!!
Hentar öllum!
Nýtt efni á Tónmenntavefnum
Ný spurningakeppni - METAL (þungarokk)
Nú eru það þungarokksaðdáendur sem fá að spreyta sig! Hvað veistu um METAL? Fjölbreyttar spurningar - Hægt að skipa í mörg lið, velja nöfn og karaktera. Leikurinn heldur utan um stigagjöfina. Þá er bara að reyna á heilasellurnar.
Hentar unglingadeildum og eldri nemendum.
Áskrifendur sjáið leikinn hér
Andrúmsloft í skólastofunni eða við heimanámið!
Settu í gang þessa tónlist og finndu hvernig slökun og vellíðan nær tökum á huganum. Sérvalið efni fyrir yngstu nemendurna, sem og róleg og slakandi klassísk tónlist og jazz fyrir þá eldri. Sjá hér í Heimur Hljóðsins
Íslensk vinsæl tónlist 2013
Hversu vel þekkir þú íslenska söngvara og hljómsveitir í dag?
Í þessari spurningakeppni Tónmenntavefsins eru tóndæmi með mörgum af efnilegustu og þekktustu tónlistarmönnum og konum Íslands í dag. Margir hverjir komu fram á nýliðinni Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Því sperrum við eyrun og keppum í íslenskri tónlist frá árinu 2013.
Uppfærður Tónmenntavefur
Tónmenntavefurinn hefur nú uppfært vefsvæði sitt til að bæta öryggi og stöðugleika vefsins. Hraðari svörun og meiri möguleikar munu gera ýmsar spennandi nýjungar mögulegar.
Fylgist með á nýjum Tónmenntavef!