Nýustu fréttirnar!
NÝTT!
20 NÝ LÖG Í SYNGDU MEÐ!
Við höfum bætt við flokkinn Syngdu með 20 sönglögum með íslenskum textum og ljóðum. Tónmenntavefurinn hefur tekið upp nýja tækni sem auðveldar farsíma- og spjaldtölvunotkun.
Kennum börnunum okkar íslenska sönglagaarfinn.
Enn er breytanlegi undirleikurinn líka með Scorch tækninni þar sem hægt er að hraða og hægja hraðann á tónlistinni svo og breyta tónhæðinni (tóntegundum.)Tilvalið fyrir undirleik á hljóðfæri og söng.
Hér eru dæmi af nokkrum lögum:
•Allir krakkar á kreik ( Gunnar M. Magnússon - Þýskt lag)
•Í fjalladal (Guðmundur Guðmundsson - Þýskt lag)
•Lítill sumarlækur (Páll J. Árdal - Höf. óþekktur)
•Senn kemur sumarið (Friðrik Bjarnason)
•Það búa litlir dvergar (Þórður Kristleifsson - Þýskt lag)
•Þegar sólin vermir jörð (Freysteinn Gunnarsson - Þjóðlag frá Schwaben)
•Út um græna grundu (Steingrímur Thorsteinsson - B. A. Weber)
•Sigga litla systir mín (Sveinbjörn Egilsson)
•Ríðum heim til Hóla (Guðmundur Guðmundsson - J. C. Gebauer)
•Göngum, göngum (Texti Þórður Kristleifsson - Höf.lags ókunnur)
•Bí bí og blaka (Sveinbjörn Egilsson - Íslenskt þjóðlag)
•Vertu í tungunni trúr (Hallgrímur Pétursson - Friðrik Bjarnason)
LEIKJAÞRAUTIR Á TÓNMENNTAVEFNUM
Tónmenntavefurinn hefur tekið upp tækni frá Quizlet (sem er eitt stærsta fyrirtæki í leikjaþrautum á netinu) þar sem nemanda er boðið upp á 6 mismunandi leikjaþrautir af sama viðfangsefni. Kennari getur á auðveldan hátt notað þetta sem kennsluefni, varpað upp á töflu, látið nemendur vinna á spjaldtölvum og jafnvel prentað út tilbúin krossapróf fyrir nemendur sína. Gríðarlegir möguleikar fyrir kennara og nemendur.
Leiðbeiningar eru á ensku en unnið er að fá þýðingaréttindi frá Quizlet. 
Sjón er sögu ríkari: Skoða hér
SAGA BLÚS TÓNLISTARANNIR
Stuttlega farið yfir sögu blús tónlistarinnar frá upphafi fram á okkar daga. Fræðandi myndband um áhrif blús tónlistarinnar á íslensku. Sérstök áhersla á hvernig þessi tónlistarstefna hefur
haft áhrif á tónlist samtímans hér á vesturlöndunm. Hentar vel unglingastigum.