Velkomin á Tónmenntavefinn
Hrekkjarvöku spurningaleikur
Spurningaleikur fyrir skólastofuna (að sjálfsögðu 13 spurningar)
Hvað manstu úr hrekkjavöku bíómyndum eins og Gremlins, Casper draugurinn, ofl?
Góða og hryllilega skemmtun!
Fjöldi nýrra sönglaga á Tónmenntavefnum!
Höfum bætt verulega við undirleiks skrár okkar með íslenskum textum. Varpið upp á skjá - tengið í hátalara og syngjum saman!
Skoðið listann hér yfir lögin með undirleik, laglínu, nótum og textum. Hér er að finna safn úr íslenskum sönglagaarfi sem hvergi er að finna annars staðar!
Unnið hörðum höndum af því að koma öllu Flash efni yfir á Html5
Ágætu notendur Tónmenntavefsins!
Unnið hefur verið að því hörðum höndum að yfirfæra allt efni af Flash (Adobe) yfir á Html5. Eins og kunnugt er þá hættu vafrar að leyfa Macromedia Flash og hafði það áhrif á milljónir vefsíðna sem notuðust við þessa margmiðlunartækni.
Nú er all flest efni Tónmenntavefsins komið yfir á HTML5 og það þýðir að hægt er að spila allar keppnir og leiki á hvaða tæki sem er, síma, spjaldtölvu og borðtölvu.
Einhverjar örfáar skrár kunna að leynast inni á vefnum, sem er orðinn gríðarlega stór. Biðjum við notendur allra náðarsamlegast að láta okkur vita af þessum skrám og við förum í að laga þær hið snarasta.
með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson
forstöðumaður Tónmenntavefsins
Stýrðu flugvélinni inn í rétta svarið!
Þú sérð nótu skrifaða á nótnastreng. Nótnaheitið sem er hægra megin við myndina, er það rétt eða rangt! Stýrðu flugvélinni inn í rétta svarið
Hversu vel þekkir þú hin ýmsu slagverkshljóðfæri?
Spilaðu leikinn og láttu reyna á þekkingua!