Leiðbeiningar fyrir kennara sem nota vefinn

Hér eru nokkrar leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast nota vefinn fyrir nemendur sína.
Margir kennarar nota nú Tónmenntavefinn til að varpa út efni til heimasitjandi nemenda, eða senda sjálfir úr sóttkví.
Mjög vinsælt er að opna spurningakeppnirnar og birta skjáinn (Share screen) fyrir nemendur (á öllum aldri)
Til þess að geta deilt hljóðinu sem kemur úr tölvunni ykkar þurfið þið að notast við Zoom fjarfundarbúnaðinn (aðgangur ókeypis) og þegar þið deilið skjánum til nemenda að haka við play computer audio.
Þá getið þið nýtt allar spurningakeppnirnar og krakkarnir taka þátt. Spilið spurningakeppnirnar í Chrome (hlaða niður) eða Firefox. Veljið að haka við leyfa flash
Öllu öðru efni er hægt að streyma beint af ykkar skjá með hljóði, myndum og myndskeiðum beint yfir til nemenda ykkar með Zoom fjarfundarbúnaðinum.
Sendið okkur línu hér (ásamt skóla sem þíð kennið við)
Góða skemmtun og gangi okkur öllum vel!
Stefán S. Stefánsson
forstöðumaður www.tonmennt.com