Velkomin - Gjörðu svo að skrá þig inn.

Leita!

Helstu tímabil tónlistarsögunnar

Miðaldir 400 til 1450

Article Index

Miðaldir ca 400 til 1450 eftir Krist

 

Með útbreiðslu kristinnar kirkju jókst flutningur og sköpun kirkjulegrar tónlistar í Evrópu. Latína var tungumál kirkjunnar og var sungið á því tungumáli alls staðar á svæði kristinnar kirkju. Kirkjuleg tónlist þessa tíma var til að byrja með einföld, einradda og án hljóðfærasláttar. Nótnaritun var einföld og var meira í líkingu við minnispunkta.

Hlustum hér á dæmi um gregoríanskan kirkjusöng: Ave Maria

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Greogríanskur söngur var einnig kallaður sléttusöngur. Söngurinn er ekki raddaður, þ.e. það er aðeins ein rödd sem við heyrum í einu (það eru þó margir að syngja þessu einu rödd)  og enginn undirleikur. Slíkur söngur nefnist einraddaður söngur. Fjölröddun þ.e. margar raddir í einu kom síðar til sögunnar sem ráðandi tónlistarform. 

 

Þessi tónlist þróaðist smám saman og varð flóknari. Raddirnar urðu tvær, þrjár og fleiri. Skipting í sópran, alt, tenór og bassa átti sér stað og til varð raddaður söngur. Þar sem það var mun flóknara að muna fjölradda söng heldur en einraddaðan fundu menn upp aðferð til að leggja á minnið raddir. Til þess notuðu þeir nótur sem upphaflega voru mjög einfaldlega skráðar á einn streng. Eftir því sem kröfur til þess að muna betur hverja rödd jukust bættust við nótnastrengir og kerfið til að skrá nótur varð fullkomnara.

Hvernig litu nótur út í þá daga? 

Hér getur að líta gamalt handrit frá miðöldum. Eins og sjá má voru nótur töluvert frábrugðnar því sem þær eru í dag. 

 

Hér er annað tóndæmi um gregóríanskan kirkjusöng: 

Salve Regina

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Miðaldir voru tímar Arthúrs konungs og riddara hringborðsins

 

Meira um miðaldir af Vísindavefnum.

Yfirflokkur: Tónlistarsaga

HAFIÐ SAMBAND

Kíkið til okkar á Facebook

Facebook-icon.png

  • Tónfræði-Smelltu hér Lærðu um tónfræði á gagnvirkum kennslusíðum
  • Spurningakeppnir - Smelltu hér Spilaðu spennandi spurningakeppnir um ýmis efnisatriði tónlistar. Í skólastofunni eða bara heima með pabba og mömmu!
  • Syngdu með-Smelltu hér! Undirleikur að fjölda laga með sérstaka áherslu á íslenska sönglagaarfinn. Nótur og textar
  • Tónskáld - Smelltu hér Öll helstu tónskáld sögunnar. Texti, tóndæmi, nótur og myndbönd.
  • Hljóðfærin-Smelltu hér Lærðu um hljóðfærin Margmiðlunarsíður um hljóðfærin og tóndæmi
  • Heimur hljóðsins-Smelltu hér Lokaðu augunum og veittu athygli hljóðunum. Köttur að mjálma, þota að taka á loft, heimur hljóðsins
  • Tónlistarsaga - Smelltu hér! Lestu, hlustaðu og lærðu um helstu tímabil tónlisarsögunnar