Innskráning

Notendanafn
Lykilorð

Carlo Gesualdo (1561 - 1613) Ítalía

Don Carlo Gesualdo var ítalskur aðalsmaður, prins af Venosa. Hann var maður með ofsafengna skapgerð og grimmúðugar ástríður og var jafn illræmdur fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar. Gesualdo bjó mestan hluta ævi sinnar í Napólí þar sem frændi hans var erkibiskup. Í fyrstu notaði Gesualdo dulnefni til að fela raunverulega ást sína á tónsmíðum. Árið 1590 komst Gesualdo að því að eiginkona hans (sem og frænka hans) Maria d'Avalos stóð í ástarsambandi við annan aðalsmann. Gesualdo myrti þau bæði og eftir þann atburð hélt hann áfram tónskrifum í eigin nafni. Árið 1594 gekk hann í hefðbundnara hjónaband með Leonara d'Este og þau hjónin lifðu að mestu aðskildu lífi. Sögusagnir voru nokkrum árum síðar um yfirvofandi skilnað þeirra og getgátur voru um andlegt heilbrigði Gesualdo. Gesualdo færði sína öfgakennd og ástríðufull einstaklingseinkenni sín inn í tónsmíðarnar, sem kemur skýrast fram í madrígölunum. Hann notaði ofsafengna krómatík sem eflaust voru endurspeglun á óstöðugu andlegu ástandi hans.

Hljóðdæmi

"I Depart"

 
 
Are Il Mio Cor

 
 
Oochi Del Mio Cor Vita