Velkomin - Gjörðu svo að skrá þig inn.

Toru Takemitsu (1930 - 1996)

Toru Takemitsu

 

 

Takemitsu var að mest leyti sjálfmenntaður og drakk í sig áhrif frá Debussy, Webern, Stravinskí, Messiaën og Boulez áður en hann tileinkaði sér æ meira sína eigin menningarlegu arfleið. Hann fékkst við rafeindatónlist um hríð og í ,,Vocalism A-I" nýtti hann sér raddsetningaraðferðir Stockhausens. Í ,,Novemeber Steps" notar Takemitsu hina hefðbundnu japönsku biwa (hljóðfæri svipað lútu) og shakuhachi (bambusflautu) í tónlist sem, þrátt fyrir evrópskan stíl, hefur engu að síður hljómfall og form sem sprottin eru úr japanskri tónlistarhefð. Takemitsu hefur samið fjölda tónverka fyrir kvikmyndir, þar á meðal við myndina ,,Ran"(1985), þar sem kvikmyndaleikstjórinn Kurosawa náði undraverðum draumkenndum bardagasenum með því að setja inn hæga og kuldalega tónlist Takemitsus í staðinn fyrir orrustugnýinn.

Hljóðdæmi

Between Tides
Kammerverk fyrir fiðlu, selló og píanó

Tónlist úr kvikmyndinni "The Face of Another"

Eins og gjörla má sjá og heyra var Takemitsu afskaplega fjölhæfur tónlistarmaður. Þessi fallegi vals var gerður fyrir kvikmyndina "The Face of Another".

Upphafstónlist úr kvikmynd japanska leikstjórans Kurosawa "Ran"

 

Yfirflokkur: Tónskáld

Leita

HAFIÐ SAMBAND

Kíkið til okkar á Facebook

Facebook-icon.png

  • Syngdu með-Smelltu hér! Undirleikur að fjölda laga með sérstaka áherslu á íslenska sönglagaarfinn. Nótur og textar
  • Heimur hljóðsins-Smelltu hér Lokaðu augunum og veittu athygli hljóðunum. Köttur að mjálma, þota að taka á loft, heimur hljóðsins
  • Tónlistarsaga - Smelltu hér! Lestu, hlustaðu og lærðu um helstu tímabil tónlisarsögunnar
  • Tónfræði-Smelltu hér Lærðu um tónfræði á gagnvirkum kennslusíðum
  • Spurningakeppnir - Smelltu hér Spilaðu spennandi spurningakeppnir um ýmis efnisatriði tónlistar. Í skólastofunni eða bara heima með pabba og mömmu!
  • Tónskáld - Smelltu hér Öll helstu tónskáld sögunnar. Texti, tóndæmi, nótur og myndbönd.
  • Hljóðfærin-Smelltu hér Lærðu um hljóðfærin Margmiðlunarsíður um hljóðfærin og tóndæmi