Velkomin - Gjörðu svo að skrá þig inn.

Leita!

Sergei Rachmaninov (1873 - 1943) Rússland

 


Sergei Vassilievich Rachmaninov v ar fæddur í Onieg í Novogorod-fylki í Rússlandi.
Það var um hann eins og svo marga hinna miklu tónsnillinga, að gáfurnar og hæfileikarnir komu í Ijós hjá honum kornungum. En hann var að því leyti lánsamari en t. d. Rimsky-Korsakov, að foreldrar hans töldu sjálfsagt að hlúa að og þroska þessar gáfur og hæfileika. Fékk
hann fyrst mjög góða undirstöðu og tilsögn í pianóleik í heimahúsum, en hann var aðeins 9 ára gamall, þegar sótt var fyrir hann um inn töku í tónlistarskólann í Péturs borg. Mun ekki hafa verið venja,
að taka þar við svo ungum nem endum, en Serge'i stóðst með prýði allar þrautir, sem fært þótti að leggja fyrir hann og var tekinn í skólann. Þar var hann við nám í 3 ár og var aðaláherslan lögð a
píanóleik.

En árið 1885 var breytt til, Sergei sendur til Moskva og tók hann glæsilegt inntökupróf í tónlist arskólann þar. Enn var aðaláhersl an lögð á píanóleik, fyrst i stað og hinum bestu kennurum í þeirri grein, hverjum af öðrum (fyrst Zoierev og síðan Siloti) falinn drengurinn til forsjár. Þótti það nú orðið augljóst að þarna myndi snillingsefni vera á ferðinni, og því sérstaklega mikil rækt við hann lögð. Eins og aðrir píanónemendur, fékk Sergei tilsögn í „aukafögum", svo sem hljómfræði, hljóðfærafræði og tónsmíðum.


En nú fór að bera á sérstaklega miklum hæfi leikum hans í þessum greinum og var honum þá jafnskjótt gefinn kostur á að þroska og þjálfa þá hæfileika.
Hann var 7 ár í tónlistarskólanum í Moskva og hlaut heiðurspening úr gulli að verðlaunum fyrir tón smíðar að loknu námi. Lagði hann þá þegar (1892) upp í mikinn hljómleikaleiðangur um allar helstu borgir Rússlands og þótti fádæma snillingur. 

Næstu ár starfaði hann að mestu leyti í kyrþey að samning tón smíða, en kom þó oft fram opin berlega. Enn kemur hann aðallega fram sem píanóleikari. En þó er far ið að verða vart tónsmíða hans líka. Hann fylgir hinum ung-rússn eska „skóla," eins og Rimsky-Kor sakov, en þó þykir gæta í verkum hans skýrra Moskva-áhrifa. Mun svo hafa verið lengst af, að nokkurrar keppni gætti í milli tónlistarskól anna í Pétursborg og Moskva, og þóttust menn geta greint það glögg lega, í hvorum skólanum tónlistar menn voru aldir upp. Munu Moskvu menn hafa öfundast yfir því, að Petrogradskólinn fékk að njóta hins mikla manns, Rimsky-Korsak ov, og gerðu honum ítrekuð glæsi leg tilboð um að koma til sín.
En hann hafði tekið ástfóstri við sína stofnun og hafnaði öllum slíkum tilboðum.
Á þessum árum dvaldi Rachman inov langdvölum í Dresden við nám og störf, en hafði sig ekki mikið frammi. Þó kom hann fram á hljóm leikum þar í borg og var jafnan vel fagnað og eitthvað var flutt af verkum hans.

 

Til Lundúna kom hann 1899 — og kom þar fram á hljómleikum filharmóniska félags ins (Philharmonic Society)
„þre faldur í roðinu": Sem tónskáld, hljómsveitarstjóri og píanósnilling ur. Var honum tekið með innilegri hlýju, — ekki neinum ofsafögnuði.
Rachmaninov.

Árið 1893 var hann skipaður prófessor í píanóleik við Maryinski stofnunina (fyrir stúlkur) í Moskva, — og árin 1897—98 stjórnaði hann „privat"-óperunni þar í borg.


Rachmaninov hefir samið tvær sinfóníur sem báðar eru taldar hin prýðileg ustu verk, og þrjú eða fjögur all stór hljómsveitarverk önnur — ,og þrjá söngleiki, en auk þess allmikið af tónsmíðum fyrir píanó, sem heimsfrægar eru orðnar, talsvert af
,,kammer"-tónsmíðum og loks all mörg kórverk.

Eftir stjórnarbyltinguna í Rúss landi, flutti Rachmaninov til Bandaríkjanna og dvaldi þar siðan. Varð hann vinsæll mjög vestan hafs sem píanósnillingur og tónskáld.

Heimildir: Endursagt úr Tónsnillingaþættir eftir Theodór Árnason

 

Hljóðdæmi

Píanókonsert nr. 2

Annar þáttur-Adagio sostenuto

 
Prelúdía í g moll, Op. 23, Nr. 5

Verk samið fyrir píanó

 
Tilbrigði við stef eftir Paganini

Samið um árið 1934

 

 

 

Yfirflokkur: Tónskáld

HAFIÐ SAMBAND

Kíkið til okkar á Facebook

Facebook-icon.png

  • Spurningakeppnir - Smelltu hér Spilaðu spennandi spurningakeppnir um ýmis efnisatriði tónlistar. Í skólastofunni eða bara heima með pabba og mömmu!
  • Tónlistarsaga - Smelltu hér! Lestu, hlustaðu og lærðu um helstu tímabil tónlisarsögunnar
  • Tónskáld - Smelltu hér Öll helstu tónskáld sögunnar. Texti, tóndæmi, nótur og myndbönd.
  • Heimur hljóðsins-Smelltu hér Lokaðu augunum og veittu athygli hljóðunum. Köttur að mjálma, þota að taka á loft, heimur hljóðsins
  • Syngdu með-Smelltu hér! Undirleikur að fjölda laga með sérstaka áherslu á íslenska sönglagaarfinn. Nótur og textar
  • Tónfræði-Smelltu hér Lærðu um tónfræði á gagnvirkum kennslusíðum
  • Hljóðfærin-Smelltu hér Lærðu um hljóðfærin Margmiðlunarsíður um hljóðfærin og tóndæmi