Velkomin - Gjörðu svo að skrá þig inn.

Leita!

Sergei Prokofiev (1891 - 1953) Rússland

Prokofjev fæddist í Sontsovka í Ukraínu og var sonur efnaðs landbúnaðarverkfræðings. Hvattur af píanistanum móður sinni tók hann hröðum framförum á tónlistarsviðinu. Hann varð sjálfur hæfileikamikill píanóleikari og fyrsta píanóverk hans er frá því hann var fimm ára og 11 ára hafði hann samið tvær óperur.
Árið 1904 fór hann í tónlistarháskólann í Pétursborg en hinum þrjóska og hrokafulla Prokofjev fannst kennslustundirnar hjá Liadov og Rimskí-Korsakov leiðinlegar og gamaldags. Hann fékk meiri hvatningu frá vinskap sínum við tónskáldin Nikolai Myaskovskí og Borís Asafyev. Einnig voru kennslustundirnar hjá Önnu Esipova mikilvægar fyrir þroska hans en þær juku á tjáningarfulla vídd í sterkum og snilldarlegum píanóleik hans.
Viðurkenningin kom hægt og árið 1911 sá Prokofjev fyrsta verk sitt á prenti og heyrði fyrsta opinbera flutninginn á hljómsveitarverki eftir sig. Margir gagnrýnendur samtímans botnuðu ekkert í óvenjumiklum hljómi tónlistar hans og frumflutningurinn á 1. píanókonsertinum, sem tónskáldið lék sjálft áríð 1912, olli harkalegum viðbrögðum og varð kveikjan að orðspori hans sem enfant terrible rússneskrar tónlistar, eitthvað sem erfitt er að skilja nú þegar hlustað er á leiftrandi og hrífandi verk hans.
Þegar Prokofjev útskrifaðist frá tónlistarháskólanum árið 1914 fór hann strax til London þar sem hann hitti rússneska i ballettmeistarann Sergei Diaghilev og varð mjög hrifinn af ballettum Stravinskís. Áhrif Vorblótsins eftir Stravinsky eru augljós í tónlistinni sem Prokofjev ætlaði við ballett fyrir Diaghilev, Ala og Lolli, en fann sér þess í stað leið inn í hina villtu Skýþa-svítu. Annað verk hans, Chout, var einnig gert fyrir Diaghilev, en hann lauk ekki endanlega við það fyrr en 1921 í París.
Prokofiev sneri aftur til Rússlands og dvaldist mestan hluta fyrri heimsstyrjaldarinnar í Pétursborg. Þar var hætt við óperuverk hans, Fjárhœttuspilarann, eftir að æfingar voru hafnar, en 1. fiðlukonsert hans og 1. sinfónían (hin „klassíska") fengu betri viðtökur og síðarnefnda verkið sem var meðvituð endurgerð á hnyttni og tærleika að hætti Haydns færði honum alþjóðlega viðurkenningu.

Hljóðdæmi

Pétur og úlfurinn

Samið um 1936 og segir frá sögu um Pétur og úlfinn. Hljóðfærin leika ákveðnar persónur. Hér heyrum við verkið með enskumælandi sögumanni.

Dans appelsínanna þriggja

 

 Myndbrot 

 Valery Gergiev stjórnar Vínarfílharmoníusveitinni í Sinfóníu nr. 1 (Klassíska sinfónían) eftir Prokofiev

Hér heyrum við  Govotta og Finale þættina.

 

Sinfónía nr.7 fyrsti þáttur af 4. Flytjandi: Sinfóníuhljómsveit Moskvu, stjórnandi: Rozhdestvensky

 

 Pétur og úlfurinn í teiknimyndaformi frá Walt Disney

 

 

 

 

 

Yfirflokkur: Tónskáld

HAFIÐ SAMBAND

Kíkið til okkar á Facebook

Facebook-icon.png

  • Tónskáld - Smelltu hér Öll helstu tónskáld sögunnar. Texti, tóndæmi, nótur og myndbönd.
  • Hljóðfærin-Smelltu hér Lærðu um hljóðfærin Margmiðlunarsíður um hljóðfærin og tóndæmi
  • Heimur hljóðsins-Smelltu hér Lokaðu augunum og veittu athygli hljóðunum. Köttur að mjálma, þota að taka á loft, heimur hljóðsins
  • Spurningakeppnir - Smelltu hér Spilaðu spennandi spurningakeppnir um ýmis efnisatriði tónlistar. Í skólastofunni eða bara heima með pabba og mömmu!
  • Tónlistarsaga - Smelltu hér! Lestu, hlustaðu og lærðu um helstu tímabil tónlisarsögunnar
  • Syngdu með-Smelltu hér! Undirleikur að fjölda laga með sérstaka áherslu á íslenska sönglagaarfinn. Nótur og textar
  • Tónfræði-Smelltu hér Lærðu um tónfræði á gagnvirkum kennslusíðum