Leikskólalögin skemmtilegu
Leikskólar
Tónlist sérstaklega fyrir leikskóla. Tónlistin hvetur til þáttöku nemenda með ýmsu móti. Mörg þekkt og minna þekkt lög sem sungin eru á leikskólum. Myndskreyting og myndbandsform væntanlegt með lögunum. Einnig verða nótur með hljómum fyrir þá kennara sem leika á gítar eða píanó til þess að geta leikið lögin sjálfir.
Lögin eru sungin af Ásu Hlín Svavarsdóttur og Erni Árnasyni.
Upptökustjórn og útsetningar: Stefán S. Stefánsson. Höfunda er sérstaklega getið á hverri síðu.