Velkomin á Tónmenntavefinn
Kannast þú við röddina?
- Búin til þann 04 Nóvember 2016
- Updated: 15 September 2018
Hæfileiki mannsins til að þekkja raddir er óvenjulegur. Við getum þekkt rödd einhvers sem er okkur nákominn úr fjölda annarra radda á örskotsstundu. Þjálfar hlustun og einbeitingu
Þessi skemmtilegi leikur krefur nemendur til að hlusta gaumgæfilega og greina nafntogaða einstaklinga úr raunheimum og fantasíuheimum. Hentar nánast öllum aldursflokkum. Áætlaður tími er um 40-50 mínútur með liðavali og öðru tilheyrandi.
Góða og gagnlega skemmtun!